ARCTIC COMFORT HÓTEL VÍK, REYKJAVÍK
 

Arctic Comfort Hotel er lítið og notalegt þriggja stjörnu hótel í Reykjavík. Á hótelinu eru stór eins, tveggja og þriggja manna herbergi (24-27 m2) sem öll eru búin kæliskáp, síma, gervihnattasjónvarpi og sturtu. 11 Studio íbúðir eru á hótelinu með eldunaraðstöðu, örbylgjuofni og fl. Unnt er að setja eitt til tvö aukarúm inn í hvert herbergi. Morgunverðarsalur er á jarðhæð, ásamt setustofu og bar.

Þráðlaus internettenging er á öllum herbergjum.


Tvær internettengdar tölvur eru á barnum sem gestum er frjálst að nota sér að kostnaðarlausu.

Í næsta nágrenni við Arctic Comfort Hotel er verslunarmiðstöðin Kringlan, og helsta útivistarsvæði borgarinnar, Laugardalurinn, er einnig skammt undan. Þar er íþrótta- og sýningarhöll, Laugardalslaugin, Fjölskyldugarðurinn, Grasagarður reykjavíkur og Húsdýragarðurinn.

Einnig eru í grenndinni ýmis þjónustufyrirtæki, verslanir og veitingastaðir. Strætisvagnaferð í gamla miðbæinn tekur aðeins örfáar mínútur.

Arctic Comfort Hotel er kjörinn áningarstaður fyrir kaupsýslumenn og aðra þá sem eru á ferð um höfuðborgarsvæðið og kjósa sér friðsælan náttstað að hverfa til milli ferðalaga.

Senda fyrirspurn.